Bogfimisamband Islands

Sunnudagar í Setrinu

Önnur mót Niðurstöðulisti

Upplýsingar

  • Boginn
  • Kópavogur
  • 2024-09-01

 

  • Aktiv
  • Innandyra
  • 2 Fjarlægðir / 60 Örvar
Sunnudagar í Setrinu - Sundays in the Centre Keppnin er unisex í öllum aldursflokkum og bogaflokkum, 60 örvar og búið. Einfalt, fljótlegt og gaman Kostar 2.500.kr að taka þátt Mæting, skráning og greiðsla á mótið er í Bogfimisetrinu milli klukkan 14:30 og 15:30. Mótið byrjar svo með 3 upphitunarumferðum kl 16:00 Semsagt þú mætir bara á staðinn ef þig langar að keppa og skráir þig á staðnum á mótið, ísí písí Markmiðið er að halda mótin alla sunnudaga á árinu, en einhverjir sunnudagar eiga eftir að detta út t.d. þegar það eru Íslandsmeistaramót eða jól og þannig. Mótin verða skráð í mótalista BFSÍ. Tilgangurinn með mótunum er aðallega að vera með reglubundin mót sem fólk getur tekið þátt í og reynt að bæta sinn persónulega árangur. Og bara til að vera með, hittast og hafa gaman á meðan maður er að skjóta. Mótið er samstarfs verkefni Bogfimisetursins, BFSÍ og BF Bogans. En allir í öllum aðildarfélögum BFSÍ geta tekið þátt. Keppendum er frjálst að koma með eitthvað bakað og deila með öðrum keppendum ef þeir vilja (Gumma langar í pönsur), eða eitthvað svipað og gera mótið að skemmtilegum hittingi fólks líka (áhorfendur sem eru ekki að keppa líka velkomnir að hanga með okkur). Sigurvegari í hverjum flokki fær fyrir sigurinn (ef hann kýs) gosdrykk og snakk poka, eða sambærilegt verðgildi úr bogfimibúðinni frá Bogfimisetrinu. Upplýsingar um bogaflokka, fjarlægðir og skífustærðir: Sveigbogi, trissubogi og berbogi: Áhugamenn/Byrjendur: 12 metrar á 60cm skífu Meistaraflokkur: 18 metrar á 40cm skífu 50+: 18 metrar á 40cm skífu U21: 18 metrar á 40cm skífu U18: 18 metrar á 60cm skífu U16: 12 metrar á 60cm skífu Langbogi: Allir aldursflokkar: 12 metrar á 60cm skífu Vegas Triple skífu setup í boði fyrir þá sem vilja og littla tían gildir fyrir trissuboga. Mótin verða einnig Íslandsmetahæf. Þessi mót verða í þróun haust 2024 og því má gera ráð fyrir að þessar upplýsingar geti breyst í samræmi við það.